25.04.2019

28 börn­um og fjöl­skyld­um þeirra, sam­tals rúm­lega eitt hundrað manns, var af­hent­ur ferðastyrk­ur úr sjóði Vild­ar­barna Icelanda­ir þann 25.apríl s.l., að því er fram kom í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir. Alls hafa 677 fjöl­skyld­ur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofn­un hans fyr­ir 16 árum og út­hlut­un­in í dag var sú 32. í röðinni.  
„Starf­semi Vild­ar­barna Icelanda­ir bygg­ir á hug­mynd­um og starfi Peggy Helga­son, eig­in­konu Sig­urðar Helga­son­ar, sem lengi var for­stjóri Flug­leiða og stjórn­ar­formaður Icelanda­ir Group, en Peggy hef­ur um ára­bil unnið sem sjálf­boðaliði á barna­deild­um sjúkra­húsa í Reykja­vík og stutt fjöl­skyld­ur fjölda veikra barna með ýms­um hætti. Hún sit­ur í stjórn Vild­ar­barna Icelanda­ir og er Sig­urður formaður stjórn­ar­inn­ar. Vig­dís Finn­boga­dótt­ir er vernd­ari sjóðsins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni, en mark­mið sjóðsins er að gefa lang­veik­um börn­um eða börn­um sem búa við erfið skil­yrði, og fjöl­skyld­um þeirra, tæki­færi til þess að fara í drauma­ferð sem þau ættu ann­ars ekki kost á.
Peggy og Sig­urður gáfu 20 millj­ón­ir í ár 
„Sjóður­inn er fjár­magnaður með beinu fjár­fram­lagi Icelanda­ir, frjáls­um fram­lög­um fé­laga í Saga Club Icelanda­ir sem geta gefið af Vild­arpunkt­um sín­um, með söfn­un mynt­ar um borð í flug­vél­um Icelanda­ir, sölu á Vild­ar­engl­in­um um borð í vél­um Icelanda­ir og söfn­un­ar­bauk­um á Kefla­vík­ur­flug­velli og sölu­skrif­stof­um Icelanda­ir. Einnig koma til frjáls fram­lög og viðburðir,“ seg­ir í til­kynn­ingu Icelanda­ir.
Hjón­in Peggy Helga­son og Sig­urður Helga­son gáfu sjóðnum 20 millj­ón­ir sem sér­stakt fram­lag í ár til þess að efla styrk sjóðsins enn frek­ar. „Það er okk­ur mik­il ánægja að geta styrkt hina góðu starf­semi Vild­ar­barna, sem við höf­um tekið þátt í með mik­illi ánægju frá upp­hafi,“ sögðu hjón­in við af­hend­ing­una í morg­un.
Í hverj­um styrk frá sjóðnum felst skemmti­ferð fyr­ir barnið og fjöl­skyldu þess, og er all­ur kostnaður greidd­ur, þ.e. flug, gist­ing, dag­pen­ing­ar og aðgangs­eyr­ir að sér­stök­um viðburði sem barnið ósk­ar sér. 
Við af­hend­ing­una í morg­un skemmti Flug­freyju­kór Icelanda­ir viðstödd­um með söng. Þá af­hentu Sam­bíó­in börn­un­um bíómiða líkt og fyrri ár.